Bíó, o.fl..........
Það líður nokkuð langt á milli blogga hjá mér sem stafar af einhverri pöddu í heimilistölvunni minni, sem gerir það að verkum að í hvert sinn sem ég er búinn að hlaða inn texta í blogg glugganna og reyni að pósta hann þá hverfur allt heila klabbið þ.a. ég verð að senda textann, sem eitthvert ritvinnsluskjal, eitthvert út í bæ, þar sem ég get svo komist í tölvu og póstað á blogginu mínu..........
Ég fór að sjá The da Vinci Code í bíó um daginn. Nokkuð góð ræma en á köflum, allavega fyrir mig, afar fyrirsjáanleg. Ekki af því að ég er búinn að lesa bókina – bara rétt rúmlega hálfnaður með hana – heldur af því að ég er búinn að lesa bækur Michael Baigent, Richard Leigh og Henry Lincoln, “The Holy Blood and the Holy Grail”, “The Messianic Legacy”, og fleiri bækur þessara höfunda og annarra, sem skrifað hafa um svipað efni, þ.e. hugsanleg tengsl Merovingian ættarinnar við Jesú Krist. Ég verð að segja, eftir að hafa lesið þessar bækur og kominn þetta langt í reyfara Dan Brown, að það er deginum ljósara að hann hefur náð í megnið af sínu efni í bækur fyrrnefndu höfundanna. Af því stafa nú líka málaferlin, sem hafa verið í gangi vegna bæði bókarinnar og myndarinnar. Það eina, held ég, að hægt sé að segja að sé "raunverulegt" verk Dan Brown er “reyfarinn” í sögunni þ.e. spennan og skáldskaparpersónurnar, þó sumar hverjar, eins og t.d. safnvörðurinn í Louvre safninu “Sauniere” sé nefndur beint eftir Berenger Sauniere, presti í Rennes-le-Chateau, litlum bæ í suðurhluta Frakklands.
Berenger Sauniere er sagður hafa auðgast mjög á afar stuttum tíma og á dularfullan hátt, eftir að hafa, að sögn þeirra sem hafa skoðað söguna, fundið einhverskonar handrit falið inni öðrum altarisstöpli kirkjunnar, sem hann hóf að þjóna 1 júní 1885. Kirkja þessi var helguð heilagri Magdalenu (Maríu Magdalenu ??) árið 1095 en stóð þó á grunni miklu eldri byggingar, sem reist var af Visigotum á sjöttu öld. Inn í þessa sögu fléttast svo krossferðirnar, Templar Church í London, Priory of Sion, Rosslyn Kapellan í Skotlandi o.fl. Um þetta allt saman - sami þráður og er í bók Dan Brown - er fjallað mjög ítarlega í bókum höfundanna, sem ég nefndi hér að ofan. Þær bækur eru reyndar allar skrifaðar sem fræðibækur og þó þær fjalli, á nánast sama hátt og The da Vinci Code, um þetta sama efni þá er öllu tormeltara að komast í gegnum þær. Kannski ég bloggi meira um þetta síðar enda hér um að ræða efni sem mér er afar hugleikið. Þannig var nú það..........
Um daginn (25 maí – á afmælisdegi systur minnar) sá ég svo myndina “An Unfinished Life” með þeim stórleikurum Robert Redford og Morgan Freeman í aðalhlutverkum, ásamt Jennifer Lopez. Mikið góð og hugljúf mynd, sem minnti mig ansi mikið á mynd Baltazar Kormáks “A Little Trip to Heaven” þ.e. kvikmyndatakan, leikmyndin og að sumu leyti söguþráðurinn og persónusköpunin en það er nú önnur saga. Hafði nokkru áður farið að sjá “Mission Impossible III” sem mér fannst aftur minna mig að mjög miklu leyti á gamla Schwarzenegger þrumarann “True Lies”. Sá hana svo í kjölfarið á “Mission Impossible III” og viti menn, sama hugmynd þ.e. maður sem lifir “venjulegu” lífi heima fyrir með konu sinni, sem að sjálfsögðu grunar ekki nokkurn skapaðan hlut og er svo leynilegur útsendari stjórnvalda í vinnunni, þó svo að vinnan sem hann vinnur gagnvart spúsu sinni sé ósköp venjuleg skrifstofuvinna í einhverju dauðyflisráðuneyti einhversstaðar í rassgati. Meira að segja flugatriðin afar lík í báðum myndunum og til að toppa þetta allt saman þá gerast þau á sömu brúnni, yfir sama vatnið í alsnægtaríkinu Norður Ameríku og að sjálfsögðu er verið að kljást við afar illa glæpamenn, frá öðrum ríkjum þessarar þjáðu veraldar, sem við byggjum, sem eru komnir til að meiða Bandaríkjamenn. Er ekki hægt orðið að gera eitthvað nýtt, sem enginn hefur gert áður??? Ég held varla enda er ekkert nýtt undir sólinni, allt sem hér er hefur alltaf verið hér og mun alltaf verða hér kannski einungis í breyttum formum.
Ég mæli hinsvegar með að þið, sem nennið að lesa þetta raus í mér, horfið á myndina “Lord of War”, sem ég er einnig nýbúinn að sjá, en hún er afar raunsönn lýsing á lífi alþjóðlegs vopnasala, sem leikinn er af Nicholas Cage, og sýnir hvernig líf fólks skiptir engu máli þegar kemur að peningalegum ágóða, gróða og valdafíkn. Hef séð þetta sjálfur með eigin augum í Bosníu, Kosovo og víðar á Balkanskaganum og einnig í Afríku þar sem ég hef unnið við friðargæslu. Þeir sem vilja lesa um og kynna sér þessi mál nánar bendi ég hinsvegar á skýrslur International Crisis Group (ICG) sem hægt er að nálgast á vefslóðinni www.crisisweb.org Þá ættu hinir sömu einnig að lesa bækurnar, sem ég mælti með í Bloggi mínu þann 4 maí s.l. og einnig að kynna sér sögu Bilderberg hópsins en upplýsingar um hann má að sjálfsögðu finna á Wikipedia http://en.wikipedia.org/wiki/Bilderberg_Group nú eða hér www.bilderberg.org
Spekingar spjalla..........
Berenger Sauniere er sagður hafa auðgast mjög á afar stuttum tíma og á dularfullan hátt, eftir að hafa, að sögn þeirra sem hafa skoðað söguna, fundið einhverskonar handrit falið inni öðrum altarisstöpli kirkjunnar, sem hann hóf að þjóna 1 júní 1885. Kirkja þessi var helguð heilagri Magdalenu (Maríu Magdalenu ??) árið 1095 en stóð þó á grunni miklu eldri byggingar, sem reist var af Visigotum á sjöttu öld. Inn í þessa sögu fléttast svo krossferðirnar, Templar Church í London, Priory of Sion, Rosslyn Kapellan í Skotlandi o.fl. Um þetta allt saman - sami þráður og er í bók Dan Brown - er fjallað mjög ítarlega í bókum höfundanna, sem ég nefndi hér að ofan. Þær bækur eru reyndar allar skrifaðar sem fræðibækur og þó þær fjalli, á nánast sama hátt og The da Vinci Code, um þetta sama efni þá er öllu tormeltara að komast í gegnum þær. Kannski ég bloggi meira um þetta síðar enda hér um að ræða efni sem mér er afar hugleikið. Þannig var nú það..........
Um daginn (25 maí – á afmælisdegi systur minnar) sá ég svo myndina “An Unfinished Life” með þeim stórleikurum Robert Redford og Morgan Freeman í aðalhlutverkum, ásamt Jennifer Lopez. Mikið góð og hugljúf mynd, sem minnti mig ansi mikið á mynd Baltazar Kormáks “A Little Trip to Heaven” þ.e. kvikmyndatakan, leikmyndin og að sumu leyti söguþráðurinn og persónusköpunin en það er nú önnur saga. Hafði nokkru áður farið að sjá “Mission Impossible III” sem mér fannst aftur minna mig að mjög miklu leyti á gamla Schwarzenegger þrumarann “True Lies”. Sá hana svo í kjölfarið á “Mission Impossible III” og viti menn, sama hugmynd þ.e. maður sem lifir “venjulegu” lífi heima fyrir með konu sinni, sem að sjálfsögðu grunar ekki nokkurn skapaðan hlut og er svo leynilegur útsendari stjórnvalda í vinnunni, þó svo að vinnan sem hann vinnur gagnvart spúsu sinni sé ósköp venjuleg skrifstofuvinna í einhverju dauðyflisráðuneyti einhversstaðar í rassgati. Meira að segja flugatriðin afar lík í báðum myndunum og til að toppa þetta allt saman þá gerast þau á sömu brúnni, yfir sama vatnið í alsnægtaríkinu Norður Ameríku og að sjálfsögðu er verið að kljást við afar illa glæpamenn, frá öðrum ríkjum þessarar þjáðu veraldar, sem við byggjum, sem eru komnir til að meiða Bandaríkjamenn. Er ekki hægt orðið að gera eitthvað nýtt, sem enginn hefur gert áður??? Ég held varla enda er ekkert nýtt undir sólinni, allt sem hér er hefur alltaf verið hér og mun alltaf verða hér kannski einungis í breyttum formum.
Ég mæli hinsvegar með að þið, sem nennið að lesa þetta raus í mér, horfið á myndina “Lord of War”, sem ég er einnig nýbúinn að sjá, en hún er afar raunsönn lýsing á lífi alþjóðlegs vopnasala, sem leikinn er af Nicholas Cage, og sýnir hvernig líf fólks skiptir engu máli þegar kemur að peningalegum ágóða, gróða og valdafíkn. Hef séð þetta sjálfur með eigin augum í Bosníu, Kosovo og víðar á Balkanskaganum og einnig í Afríku þar sem ég hef unnið við friðargæslu. Þeir sem vilja lesa um og kynna sér þessi mál nánar bendi ég hinsvegar á skýrslur International Crisis Group (ICG) sem hægt er að nálgast á vefslóðinni www.crisisweb.org Þá ættu hinir sömu einnig að lesa bækurnar, sem ég mælti með í Bloggi mínu þann 4 maí s.l. og einnig að kynna sér sögu Bilderberg hópsins en upplýsingar um hann má að sjálfsögðu finna á Wikipedia http://en.wikipedia.org/wiki/Bilderberg_Group nú eða hér www.bilderberg.org
Spekingar spjalla..........