Hvert fór vorið???
Jæja, það borgar sig víst ekki að fagna vorinu of fljótt, eins og ég gerði í fyrradag. Það er horfið eins og dögg fyrir sólu. Fann til vetrarhryssings í fyrrakvöld þar sem ég norpaði í Vesturbæjarlauginni í kulda og rigningu.
Búinn að vera að leita að upplýsingum um Laurence Peter, sem fyrstur manna "uppgötvaði"
hina svokölluðu "Peter Principle" sem, í stuttu máli sagt, fjallar um það að í goggunarröð stofnana og ríkisfyrirtækja hækka menn í tign uns þeir ná vanhæfni þrepi sínu ("rise to their level of incompetence"). Ég sá þessa reglu útlagða á svolítið öðruvísi hátt í bók William Blum "Rogue State - A Guide To The World´s Only Superpower", sem ég keypti í Eymundsson um daginn. William fjallar, í bók sinni, um heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og hvernig hún birtist í ýmsum myndum, víðsvegar í veröldinni. Í bókinni yfirfærir William þessa Peter reglu á utanríkismálastefnu heimsvaldasinnaðra stjórnvalda, eins og t.d. í Bandaríkjunum, á þann veg að þeir sem starfa í því kerfi, vitandi og óafvitandi rísi upp á þrep grimmdar sem þeir sjálfir, á endanum, geti ekki lifað með ("rise to the level of cruelty they can´t live with"). Ansi áhugaverð bók og rituð svolítið í stíl bókarinnar "Falið Vald" sem Jóhannes Björn Lúðvíksson skrifaði 1979 og nálgast má á
vefnum www.vald.org. Sú bók er holl lesning öllum Íslendingum og reyndar fleirum. Mér hefur verið sagt, af þeim sem lesið hafa, að "Draumalandið - Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð" eftir Andra Snæ Magnason sé líka holl lesning öllum Íslendingum.
Undarlegt hvernig svona bækur, eins og t.d. Falið Vald og Rogue State, einhvern vegin hverfa í bókaflóðinu og fá litla sem enga umfjöllun. Reyndar fékk Rogue State nokkra umfjöllun erlendis í framhaldi af því að Osama bin Laden mælti með henni!!!!!
Undarleg þessi veröld og þeir sem henni stjórna............ætli
þeir séu "Nobodies", eins og kennari minn í mannamyndatökum, skilgreinir þá???
Búinn að vera að leita að upplýsingum um Laurence Peter, sem fyrstur manna "uppgötvaði"
hina svokölluðu "Peter Principle" sem, í stuttu máli sagt, fjallar um það að í goggunarröð stofnana og ríkisfyrirtækja hækka menn í tign uns þeir ná vanhæfni þrepi sínu ("rise to their level of incompetence"). Ég sá þessa reglu útlagða á svolítið öðruvísi hátt í bók William Blum "Rogue State - A Guide To The World´s Only Superpower", sem ég keypti í Eymundsson um daginn. William fjallar, í bók sinni, um heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og hvernig hún birtist í ýmsum myndum, víðsvegar í veröldinni. Í bókinni yfirfærir William þessa Peter reglu á utanríkismálastefnu heimsvaldasinnaðra stjórnvalda, eins og t.d. í Bandaríkjunum, á þann veg að þeir sem starfa í því kerfi, vitandi og óafvitandi rísi upp á þrep grimmdar sem þeir sjálfir, á endanum, geti ekki lifað með ("rise to the level of cruelty they can´t live with"). Ansi áhugaverð bók og rituð svolítið í stíl bókarinnar "Falið Vald" sem Jóhannes Björn Lúðvíksson skrifaði 1979 og nálgast má á
vefnum www.vald.org. Sú bók er holl lesning öllum Íslendingum og reyndar fleirum. Mér hefur verið sagt, af þeim sem lesið hafa, að "Draumalandið - Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð" eftir Andra Snæ Magnason sé líka holl lesning öllum Íslendingum.Undarlegt hvernig svona bækur, eins og t.d. Falið Vald og Rogue State, einhvern vegin hverfa í bókaflóðinu og fá litla sem enga umfjöllun. Reyndar fékk Rogue State nokkra umfjöllun erlendis í framhaldi af því að Osama bin Laden mælti með henni!!!!!
Undarleg þessi veröld og þeir sem henni stjórna............ætli
þeir séu "Nobodies", eins og kennari minn í mannamyndatökum, skilgreinir þá???
1 Comments:
sko vorið fór til að sumarið kæmist að skiluru...
Skrifa ummæli
<< Home