Hvert fór vorið???
Jæja, það borgar sig víst ekki að fagna vorinu of fljótt, eins og ég gerði í fyrradag. Það er horfið eins og dögg fyrir sólu. Fann til vetrarhryssings í fyrrakvöld þar sem ég norpaði í Vesturbæjarlauginni í kulda og rigningu.
Búinn að vera að leita að upplýsingum um Laurence Peter, sem fyrstur manna "uppgötvaði"
hina svokölluðu "Peter Principle" sem, í stuttu máli sagt, fjallar um það að í goggunarröð stofnana og ríkisfyrirtækja hækka menn í tign uns þeir ná vanhæfni þrepi sínu ("rise to their level of incompetence"). Ég sá þessa reglu útlagða á svolítið öðruvísi hátt í bók William Blum "Rogue State - A Guide To The World´s Only Superpower", sem ég keypti í Eymundsson um daginn. William fjallar, í bók sinni, um heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og hvernig hún birtist í ýmsum myndum, víðsvegar í veröldinni. Í bókinni yfirfærir William þessa Peter reglu á utanríkismálastefnu heimsvaldasinnaðra stjórnvalda, eins og t.d. í Bandaríkjunum, á þann veg að þeir sem starfa í því kerfi, vitandi og óafvitandi rísi upp á þrep grimmdar sem þeir sjálfir, á endanum, geti ekki lifað með ("rise to the level of cruelty they can´t live with"). Ansi áhugaverð bók og rituð svolítið í stíl bókarinnar "Falið Vald" sem Jóhannes Björn Lúðvíksson skrifaði 1979 og nálgast má á
vefnum www.vald.org. Sú bók er holl lesning öllum Íslendingum og reyndar fleirum. Mér hefur verið sagt, af þeim sem lesið hafa, að "Draumalandið - Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð" eftir Andra Snæ Magnason sé líka holl lesning öllum Íslendingum.
Undarlegt hvernig svona bækur, eins og t.d. Falið Vald og Rogue State, einhvern vegin hverfa í bókaflóðinu og fá litla sem enga umfjöllun. Reyndar fékk Rogue State nokkra umfjöllun erlendis í framhaldi af því að Osama bin Laden mælti með henni!!!!!
Undarleg þessi veröld og þeir sem henni stjórna............ætli
þeir séu "Nobodies", eins og kennari minn í mannamyndatökum, skilgreinir þá???
Búinn að vera að leita að upplýsingum um Laurence Peter, sem fyrstur manna "uppgötvaði"


Undarlegt hvernig svona bækur, eins og t.d. Falið Vald og Rogue State, einhvern vegin hverfa í bókaflóðinu og fá litla sem enga umfjöllun. Reyndar fékk Rogue State nokkra umfjöllun erlendis í framhaldi af því að Osama bin Laden mælti með henni!!!!!
Undarleg þessi veröld og þeir sem henni stjórna............ætli

1 Comments:
sko vorið fór til að sumarið kæmist að skiluru...
Skrifa ummæli
<< Home