Kæra dagbók...gömul krumpuð náttföt
Kæra dagbók.........
.....Hvað er "blog" annað en dagbók einhvers, sem heldur að allur heimurinn hafi áhuga á að heyra hvað á daga viðkomandi hefur drifið. Einhvers sem heldur að það sem hann eða hún hafi að segja skipti einhvern annan máli en þann sem skrifar.......... Nú er ég kominn í þann hóp, aftur, SORGLEGT...................... "Just another brick in the wall............."
Það var nefnilega þannig að ég setti upp mína eigin heimasíðu fyrir mörgum árum síðan, sem, þegar þetta er skrifað vel á sjötta þúsund manns hafa heimsótt (ég sjálfur sjálfsagt 5000 sinnum......). Blog er í raun svipað dæmi og heimasíða nema að því leyti að heimasíðugerð krefst þess að viðkomandi hafi einhvern skilning og getu til forritunar í html, bla, bla, bla.......
Sem sagt...... KÆRA DAGBÓK........ ég skellti mér út á lífið, fyrri part helgarinnar. Ég fór ásamt konu minni, Hafdísi, mínum elskulega litla (þeim eldri af tveimur yngri) bróður Torfa og hans konu Jóhönnu út að borða og í framhaldi af því skoðuðum við skemmtanalíf Reykjavíkur. Við byrjuðum á því að fara út að borða á Rosso Pommodoro, sem er á Laugaveginum. Ágætis staður, góður matur - það sem við fengum okkur þ.e.a.s. - of mikill hávaði (skvaldur), stólar of harðir og of opið. Hafandi sagt allt þetta komum við að kjarna málsins, sem er að þessi staður er í raun bara enn einn keðjustaðurinn í anda Hard Rock Café, TGI Friday´s, Ruby Tuesday, Subway, Burger King, McDonalds o.s.frv., þar sem hugmyndin er að rótera á borðunum tvisvar, þrisvar, fjórum, fimm sinnum eða oftar yfir kvöldið og ná sem mestum hagnaði með sem minnstum tilkostnaði - hver vill ekki græða og um leið tilbiðja Mammon............ Engir dúkar á borðum, pappírsmunnþurrkur, einhverjar sósuflöskur á miðju borði o.s.frv. Miðað við allt þetta var maturinn í betra lagi, reyndar bara nokkuð góður, en dýr. Vínin voru líka að sama skapi dýr, en það sem ég fékk mér, "vín hússins" nokkuð gott, frá Chile. Suður Ameríku vínin svíkja mann reyndar sjaldan, þó þau bestu þaðan komist ekki með tærnar þar sem þau bestu frönsku og ítölsku hafa hælana. Þetta er líka í fyrsta sinn, sem ég man eftir, þar sem ég þarf að tala ensku á íslenskum matsölustað til að fá að borða. ÞETTA GENGUR EKKI!!!!!!! Þegar ég fer út að borða, hvar sem er, ætlast ég til þess að þeir sem þjóni mér til borðs tali það tungumál, sem er opinbert mál viðkomandi lands. Á Íslandi tala ég íslensku og engar refjar. Ég reyni svo að bjarga mér á einhverju örðu tungumáli utan Íslands!!!
Nú eftir matinn fórum við og kíktum á lífið................og þvílíkt líf. Byrjar í fyrsta lagi ekki fyrr en vel yfir miðnætti. Þegar illa, og lítt klædd ungmenni streyma út á göturnar úr einhverjum heima samkvæmum, mismikið ölvuð eða, það sem verra er, útúrdópuð.......... Þvílíkt og annað eins!!!!!! Það hefur ekkert breyst - sjálfsagt ekki ég heldur - en þessir staðir eru allir eins og hugsa um það eitt að koma áfengi ofan í fólk með sem minnstum tilkostnaði. Inn á milli fáum við svo einhvern sjálfskipaðan snilling "Gúru" til að þeyta sínar leiðinlegu skífur með "Thump, Thump, Thump" takti, sem hristir hjartað á manni úr sínum eðlilega takti og steinarnir í veggnum liðast með í iðandi takti tilgangsleysisins. Hvað varð um stemmninguna úr Glaumbæ, Sigtúni, Klúbbnum, Hollywood eða gamla Broadway, þar sem nú er bíó??Hafandi staðið í biðröð á einum af "Inn" stöðunum, í nokkurn tíma, fór mér að blöskra. Þarna stóð ég, stórmennið, innan um ótíndan almúginn, í röð, bíðandi eftir að komast inn hjá viðkomandi vert til að eyða þar mínum peningum í áfengi og berja "elítuna" augum en viti menn, einhverjir "útvaldir" fengu að fara framhjá röðinni og beint inn af því að þeir þekktu dyravörðinn eða eiganda staðarins, voru á einhverjum "mikilvæg persóna" (VIP) lista nú eða voru bara hreinlega hallærislegir (ekki það að ég kæmist ekki í síðasta flokkinn). Konan mín hafði reyndar á orði - þegar ég stakk upp á því að kíkja inn á einhvern stað, sem ég vissi að hún hafði vanið komur sínar á, meðan ég stillti til friðar í heiminum - að ég passaði ekki þar inn því ég væri eins og "gömul krumpuð náttföt". Mér sem finnst ég vera svo flottur.......... Ég held ég verði aldrei inn eða í tísku...........SORGLEGT......eða hvað?
.....Hvað er "blog" annað en dagbók einhvers, sem heldur að allur heimurinn hafi áhuga á að heyra hvað á daga viðkomandi hefur drifið. Einhvers sem heldur að það sem hann eða hún hafi að segja skipti einhvern annan máli en þann sem skrifar.......... Nú er ég kominn í þann hóp, aftur, SORGLEGT...................... "Just another brick in the wall............."
Það var nefnilega þannig að ég setti upp mína eigin heimasíðu fyrir mörgum árum síðan, sem, þegar þetta er skrifað vel á sjötta þúsund manns hafa heimsótt (ég sjálfur sjálfsagt 5000 sinnum......). Blog er í raun svipað dæmi og heimasíða nema að því leyti að heimasíðugerð krefst þess að viðkomandi hafi einhvern skilning og getu til forritunar í html, bla, bla, bla.......
Sem sagt...... KÆRA DAGBÓK........ ég skellti mér út á lífið, fyrri part helgarinnar. Ég fór ásamt konu minni, Hafdísi, mínum elskulega litla (þeim eldri af tveimur yngri) bróður Torfa og hans konu Jóhönnu út að borða og í framhaldi af því skoðuðum við skemmtanalíf Reykjavíkur. Við byrjuðum á því að fara út að borða á Rosso Pommodoro, sem er á Laugaveginum. Ágætis staður, góður matur - það sem við fengum okkur þ.e.a.s. - of mikill hávaði (skvaldur), stólar of harðir og of opið. Hafandi sagt allt þetta komum við að kjarna málsins, sem er að þessi staður er í raun bara enn einn keðjustaðurinn í anda Hard Rock Café, TGI Friday´s, Ruby Tuesday, Subway, Burger King, McDonalds o.s.frv., þar sem hugmyndin er að rótera á borðunum tvisvar, þrisvar, fjórum, fimm sinnum eða oftar yfir kvöldið og ná sem mestum hagnaði með sem minnstum tilkostnaði - hver vill ekki græða og um leið tilbiðja Mammon............ Engir dúkar á borðum, pappírsmunnþurrkur, einhverjar sósuflöskur á miðju borði o.s.frv. Miðað við allt þetta var maturinn í betra lagi, reyndar bara nokkuð góður, en dýr. Vínin voru líka að sama skapi dýr, en það sem ég fékk mér, "vín hússins" nokkuð gott, frá Chile. Suður Ameríku vínin svíkja mann reyndar sjaldan, þó þau bestu þaðan komist ekki með tærnar þar sem þau bestu frönsku og ítölsku hafa hælana. Þetta er líka í fyrsta sinn, sem ég man eftir, þar sem ég þarf að tala ensku á íslenskum matsölustað til að fá að borða. ÞETTA GENGUR EKKI!!!!!!! Þegar ég fer út að borða, hvar sem er, ætlast ég til þess að þeir sem þjóni mér til borðs tali það tungumál, sem er opinbert mál viðkomandi lands. Á Íslandi tala ég íslensku og engar refjar. Ég reyni svo að bjarga mér á einhverju örðu tungumáli utan Íslands!!!
Nú eftir matinn fórum við og kíktum á lífið................og þvílíkt líf. Byrjar í fyrsta lagi ekki fyrr en vel yfir miðnætti. Þegar illa, og lítt klædd ungmenni streyma út á göturnar úr einhverjum heima samkvæmum, mismikið ölvuð eða, það sem verra er, útúrdópuð.......... Þvílíkt og annað eins!!!!!! Það hefur ekkert breyst - sjálfsagt ekki ég heldur - en þessir staðir eru allir eins og hugsa um það eitt að koma áfengi ofan í fólk með sem minnstum tilkostnaði. Inn á milli fáum við svo einhvern sjálfskipaðan snilling "Gúru" til að þeyta sínar leiðinlegu skífur með "Thump, Thump, Thump" takti, sem hristir hjartað á manni úr sínum eðlilega takti og steinarnir í veggnum liðast með í iðandi takti tilgangsleysisins. Hvað varð um stemmninguna úr Glaumbæ, Sigtúni, Klúbbnum, Hollywood eða gamla Broadway, þar sem nú er bíó??Hafandi staðið í biðröð á einum af "Inn" stöðunum, í nokkurn tíma, fór mér að blöskra. Þarna stóð ég, stórmennið, innan um ótíndan almúginn, í röð, bíðandi eftir að komast inn hjá viðkomandi vert til að eyða þar mínum peningum í áfengi og berja "elítuna" augum en viti menn, einhverjir "útvaldir" fengu að fara framhjá röðinni og beint inn af því að þeir þekktu dyravörðinn eða eiganda staðarins, voru á einhverjum "mikilvæg persóna" (VIP) lista nú eða voru bara hreinlega hallærislegir (ekki það að ég kæmist ekki í síðasta flokkinn). Konan mín hafði reyndar á orði - þegar ég stakk upp á því að kíkja inn á einhvern stað, sem ég vissi að hún hafði vanið komur sínar á, meðan ég stillti til friðar í heiminum - að ég passaði ekki þar inn því ég væri eins og "gömul krumpuð náttföt". Mér sem finnst ég vera svo flottur.......... Ég held ég verði aldrei inn eða í tísku...........SORGLEGT......eða hvað?
2 Comments:
Hahahaha... elsku krumpuðu náttfötin :-) Ég held að þetta sé nú bara alveg að festast við þig :-D
Góð spurning!!!! Ég held að Dýza Skvíza verði að svara henni.....
Skrifa ummæli
<< Home