þriðjudagur, maí 02, 2006

Nobody...

Mikinn og ofboðslegan tíma tók hjá mér að koma færslu númer tvö út. Einhver draugur í tölvunni hjá mér en vonandi í lagi núna. Kannski vill enginn lesa þetta hjá mér og tölvan að láta mig vita af því svona undir rós.......

Gömlu krumpuðu náttfötin....voru að taka myndir núna um helgina. Myndir af fólki og athöfnum fólks. Þar kom að mér maður og bað mig um að taka myndir af frægu fólki þar sem það væri að taka í hendur og tala við fólk sem skipti máli því það skipti svo miklu máli að sjá myndir af fólkinu tala við og taka í hendurnar á fólki sem skipti máli því það vildi enginn sjá myndir af fólkinu tala við og taka í hendurnar á einhverjum "nobody".........., þ.e.a.s. einhverjum sem skiptir ekki máli........ Hvað heldur fólk eiginlega að það sé. Hver telur sig þess umkominn að segja að Séra Jón sé einhver og Bara Jón sé "nobody", hvað þá með Jónínu, eins og Þráinn Bertelson skrifaði í Fréttablaðið nú um helgina. Þar sagði hann frá dómamisræmi þar sem einhver fauk inn í fangelsi í sex mánuði fyrir að stjaka við sýslumanni, annar fékk fjóra mánuði skilorðsbundna fyrir að aka ölvaður á lögreglumann og kýla viðkomandi og sá þriðji fékk skitna fimmtíuþúsund króna sekt fyrir að ganga í skrokk á konu. Greinilegt að dómstólar landsins telja sig þess umkomna að skera úr um það hver sé einhver og hver sé "nobody", eins og kennari minn í mannamyndatökum...................

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home