Hélduð þið að ég væri hættur?????
Hæ, hæ og hó..........nú er komið sumar...loksins (held ég) og bongóblíða úti. Hvaðan kemur eiginlega þessi fáránlegi frasi "bongóblíða"??
Kæra dagbók..........................
Nú ég hef ekkert verið hérna síðan nokkru fyrir helgi enda úr tölvusambandi um helgina þar sem ég skrapp út úr bænum ásamt Dýzu Skvízu og nokkrum vinum okkar að Hótel Heklu þar sem við borðuðum góðan mat og skemmtum okkur. Ég náttúrulega tók á þessu að íslenskum sið sem endaði með því að Dýza Skvíza, elskan mín, varð að leggja mig til í læsta hliðarlegu í rúmið á hótelinu svo ég léti ekki lífið. Hitti þarna gamlan kunningja sem ég hef ekki séð síðan seint á síðustu öld. Sá hefur ekkert breyst, hvorki í útliti né karlmannlegum drykkjuvenjum.........
Svo sem lítið um að vera núna annað en vinna og aftur vinna. Nú og ekki má gleyma því að við erum núna að hjúkra honum Tamlin greyinu, sem hefur náð sér í einhverja öndunarfærasýkingu og er í ofanálag orðinn sólblómafræjafíkill, sem aftur hefur þýtt það að hann hefur hríðhorast vitleysingurinn sá. Nú tekur við slagur við að troða ofan í hann mat, nánast með trekt þ.a. hann nái sér á strik aftur karlinn. Nú í kvöld fer hann í "gufubað" til að losa aðeins um stíflur í honum. Leyfi ykkur að sjálfsögðu að fylgjast með þróun mála.
Hef verið að hlusta á nýjasta útvarpsþátt Íslands "Morgunþátt Kiss FM" á Kiss FM 89,5. Þessi þáttur er með "Útvarpsstjörnu Íslands" Markúsi Þórhallssyni og tveimur stúlkum, sem urðu í öðru og þriðja sæti (held ég) í keppninni um Útvarpsstjörnu Íslands. Ágætis þáttur svo sem - nýjabrumið enn að koma í gegn - spilar margfalt betri tónlist en aðrir hliðstæðir þættir en efnistök mjög svipuð þó. Kemur sterkur inn verð ég að segja.......
Stay tuned...................
Kæra dagbók..........................
Nú ég hef ekkert verið hérna síðan nokkru fyrir helgi enda úr tölvusambandi um helgina þar sem ég skrapp út úr bænum ásamt Dýzu Skvízu og nokkrum vinum okkar að Hótel Heklu þar sem við borðuðum góðan mat og skemmtum okkur. Ég náttúrulega tók á þessu að íslenskum sið sem endaði með því að Dýza Skvíza, elskan mín, varð að leggja mig til í læsta hliðarlegu í rúmið á hótelinu svo ég léti ekki lífið. Hitti þarna gamlan kunningja sem ég hef ekki séð síðan seint á síðustu öld. Sá hefur ekkert breyst, hvorki í útliti né karlmannlegum drykkjuvenjum.........
Svo sem lítið um að vera núna annað en vinna og aftur vinna. Nú og ekki má gleyma því að við erum núna að hjúkra honum Tamlin greyinu, sem hefur náð sér í einhverja öndunarfærasýkingu og er í ofanálag orðinn sólblómafræjafíkill, sem aftur hefur þýtt það að hann hefur hríðhorast vitleysingurinn sá. Nú tekur við slagur við að troða ofan í hann mat, nánast með trekt þ.a. hann nái sér á strik aftur karlinn. Nú í kvöld fer hann í "gufubað" til að losa aðeins um stíflur í honum. Leyfi ykkur að sjálfsögðu að fylgjast með þróun mála.
Hef verið að hlusta á nýjasta útvarpsþátt Íslands "Morgunþátt Kiss FM" á Kiss FM 89,5. Þessi þáttur er með "Útvarpsstjörnu Íslands" Markúsi Þórhallssyni og tveimur stúlkum, sem urðu í öðru og þriðja sæti (held ég) í keppninni um Útvarpsstjörnu Íslands. Ágætis þáttur svo sem - nýjabrumið enn að koma í gegn - spilar margfalt betri tónlist en aðrir hliðstæðir þættir en efnistök mjög svipuð þó. Kemur sterkur inn verð ég að segja.......
Stay tuned...................
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home