föstudagur, ágúst 25, 2006

Dýflissan..........

..........hjá honum litla bróður mínum er smátt og smátt að taka á sig eðlilegri mynd. Ekki kemur hann við sögu, frekar en á blogginu sínu því þessi litla varta er núna úti í Glasgow á tónleikum með Rolling Stones!!! Miðana vann hann, eftir að hafa "stalkað" einhvern útvarpsmanngrey á Bylgjunni árum saman með endalausum hringingum þar sem hann spurði stanslaust hvort ekki væri verið að gefa þetta eða hitt. Á meðan er ég, elskulegur stóri bróðir, læstur ofan í dýflissunni, ásamt mági okkar, þar sem við stritum fyrir saltinu í grautinn. Ég ætti nú reyndar að segja þar sem við þrælum því að sjálfsögðu er það ekki svo gott að við fáum fyrir salti í grautinn, þrælandi í dýflissunni..........

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hérna er lagalistinn.
Jumpin' Jack Flash
It's Only Rock 'n' Roll
Oh No, Not You Again
She's So Cold
Sway
Ruby Tuesday
Rain Fall Down
Live With Me
Tumbling Dice
Slipping Away
Before They Make Me Run

B Stage
Miss You
Rough Justice
Start Me Up
Honky Tonk Women

Sympathy For The Devil
Brown Sugar

Encore
You Can't Always Get What You Want
Satisfaction

16:18  
Blogger Snorri said...

Já, já, já, röbb it inn........

23:51  

Skrifa ummæli

<< Home