Talaði og talaði..........
..........og malaði og malaði. Þannig hljómar umræðan um skatta- og ofurlaunamál þessa dagana. Talað og talað og malað og malað en ekkert gert, frekar en venjulega. Allir hneykslaðir á því að menn og konur skuli telja fram slík laun, nú eða ekki - en hefðu átt að gera það - að mati malaranna. Spekingar spjalla og spjalla og koma fram með allskyns sniðugar hugmyndir, að eigin mati, um hvernig hægt væri að leiðrétta þetta allt saman og koma á alsælu útópíu þar sem allir hafa jafnt til hnífs og skeiðar. Margir spekingarnir myndu sjálfsagt sjálfir, ef þeir væru í aðstöðu til þess, sleppa því að telja eitthvað fram af því sem þeir hafa halað inn og hneykslast svo á öllu saman..........
Ég segi enn og aftur, burt með tekju- og eignaskattinn og emírinn tekur inn sitt í neyslusköttum, af stóru Hummerunum, Porsche-unum, Benz-unum, flugvélunum, utanlandsferðunum, bensíninu (sem reyndar er gert núna allverulega), ryðfríu grillunum, sólpöllunum, heitu pottunum o.s.frv..........
2 Comments:
segir sá sem á "nýtt" mótorhjól - HA!!!
Edlilega ¡
Skrifa ummæli
<< Home