Nobody..........
Þann 02 maí s.l. bloggaði ég um "Nobody".
Þannig var mál með vexti að ég hafði verið beðinn um taka ljósmyndir af ákveðnum atburði og einhver sjálfskipaður snillingur, með þessa líka fínu hárkollu, kom upp að mér og bað mig að passa mig á því að taka myndir af fólki sem skipti máli því það vildi enginn horfa á myndir af einhverjum "Nobody".
Ég hef verið að velta þessu svolítið fyrir mér síðan ég átti þetta samtal við snillinginn með fínu hárkolluna. Það sem ég hef verið að velta fyrir mér er kannski helst það "Hver er Nobody?". Ég fékk svar við því í dag 29 júlí 2006 þegar ég las "Blaðið" í dag en á bls. 8 er að finna mynd af Hr. og Frú Nobody að afhenda Geir Haarde, að mér sýnist, helminginn af þeim tekjum sem þau þénuðu í fyrra......
Það er svo gaman að borga skattana sína þegar maður er Nobody...........
Það er kannski ennþá skemmtilegra að vera einn af þeim sem er með hárkollu og heldur að hann sé ekki Nobody???..........
1 Comments:
Og hver er hárkollan???
Skrifa ummæli
<< Home