Ég Group..........
Þessi pistill var fluttur, í lítið breyttri mynd, í morgunþætti Kiss FM 89,5 29 júní 2006. Viðbætur, sem ekki voru fluttar í útvarpi, eru skáletraðar. Þetta var jafnframt fyrsti útvarpspistill sem ég hef flutt.
“Þetta virðist lifa orðið sjálfstæðu lífi! Einn angi er hogginn af skrímslinu en annar sprettur jafnharðan fram og tekur á sig einhverja nýja mynd.
Það nennir enginn orðið að horfa, lesa eða hlusta á þetta nema að sjálfsögðu þau blessuðu menn og konur sem neyðast til þess, annaðhvort af því að þau hafa af því atvinnu, nú eða eru föst í skrímslinu, sem æðir áfram með þau, að því er virðist stefnulítið. Þetta minnir svolítið á eina seventies mynd sem ég sá fyrir langa löngu og hét, að mig minnir “The Blob” en hún fjallaði um einhverja gumsveru utan úr geimnum sem lak út um allt, yfir allt og gleypti allt og alla sem á vegi hennar urðu. Þessu mætti jafnvel líkja við einhverja vandamálamyndina í anda Almódóvar eða Bergman nú eða jafnvel bara sápu á borð við Dallas. Hver fyrir sig getur fundið út hver JR er – ég vildi frekar segja á að vera – í okkar Dallas.
Jú ég er að tala um “Baugsmálið”, sem nú nýlega gekk í gegnum enn eina stökkbreytinguna með rannsóknum á meintum skattalagabrotum þeirra einstaklinga, sem áður höfðu verið ákærð og sýknuð, nú eða frávísað, af kröfum ákæruvaldsins. Ég verð að segja alveg eins og er að ég er löngu hættur að skilja þetta allt saman, kannski af því að ég er löngu hættur að nenna að fylgjast með þessu en líka að hluta til af því að þetta er svo hrútleiðinlegt fjölmiðlaefni. Langir og leiðinlegir textar, sem enginn nennir að lesa og langlokur í flestöllum fjölmiðlum sem taka pláss frá öðrum og skemmtilegri fréttum, eins og t.d. fréttunum af feita kettinum sem okkur voru fluttar um daginn. Hvað hefur orðið um allar fréttirnar af pólitísku ráðbruggi, launmorðum og vopnasölu, sem gerast á hverjum degi út um allan heim? Er kannski ekkert að gerast annarsstaðar í veröldinni, eða á okkar ylhýra, sem vert er að tala um og skrifa?
Allt hófst þetta fár, að því er virðist, með því að einhver maður í útlöndum viðurkenndi að hafa brotið lög, með því að gefa út staðhæfulitla reikninga. Honum var ekki refsað þó hann sé sá eini sem hefur viðurkennt refsivert athæfi í öllum þessum málatilbúnaði. Nei ráðist var gegn stórveldinu í Baugi sem, satt best að segja, hefur staðið einna bestan vörð um hagsmuni heimilanna í landinu með tilraunum til lækkunar á matvælaverði í gegnum tíðina. Þeir gætu að vísu gert miklu betur, Baugsmenn, í lækkun matvælaverðs ef þeir hættu að gefa alla þessa peninga frá sér sem þeir hafa verið að græða á tá og fingri, m.a. úr buddunni minni, og létu sér nægja að keyra um á einhverjum ódýrari bílum en lúxusjeppum, en ég er svo sem ekkert að agnúast út af þessu neitt sérstaklega því þetta kemur mér bara alls ekkert við enda á ég ekkert í Baugi og skulda Baugi ekki neitt. Ég er bara ÉG GROUP.....
Það vakti svo sem líka athygli mína fyrir stuttu, mitt í öllu þessu havaríi að trúbadorinn síungi – sem fyrir löngu er hættur að vera málsvari “litla mannsins” og er farinn að leika í stórveldaauglýsingum til að fá meiri peninga – fékk einhverjar fjörtíu millur frá Baugi um daginn og á sama tíma einhverjir aðrir minna þekktir tónlistarmenn eitthvað minna. Baugur mætti alveg gefa mér eitthvað af þessum gróða sínum – þó svo að ég sé nú enginn tónlistarmaður. Nei annars ég hef það bara fínt takk fyrir, þrátt fyrir Baugsmálið sem lifir enn góðu lífi þó fáir nenni að velta sér upp úr því. Má ég þá frekar biðja um 18 milljón króna auglýsingu frá Orkuveitunni..........”
“Þetta virðist lifa orðið sjálfstæðu lífi! Einn angi er hogginn af skrímslinu en annar sprettur jafnharðan fram og tekur á sig einhverja nýja mynd.
Það nennir enginn orðið að horfa, lesa eða hlusta á þetta nema að sjálfsögðu þau blessuðu menn og konur sem neyðast til þess, annaðhvort af því að þau hafa af því atvinnu, nú eða eru föst í skrímslinu, sem æðir áfram með þau, að því er virðist stefnulítið. Þetta minnir svolítið á eina seventies mynd sem ég sá fyrir langa löngu og hét, að mig minnir “The Blob” en hún fjallaði um einhverja gumsveru utan úr geimnum sem lak út um allt, yfir allt og gleypti allt og alla sem á vegi hennar urðu. Þessu mætti jafnvel líkja við einhverja vandamálamyndina í anda Almódóvar eða Bergman nú eða jafnvel bara sápu á borð við Dallas. Hver fyrir sig getur fundið út hver JR er – ég vildi frekar segja á að vera – í okkar Dallas.
Jú ég er að tala um “Baugsmálið”, sem nú nýlega gekk í gegnum enn eina stökkbreytinguna með rannsóknum á meintum skattalagabrotum þeirra einstaklinga, sem áður höfðu verið ákærð og sýknuð, nú eða frávísað, af kröfum ákæruvaldsins. Ég verð að segja alveg eins og er að ég er löngu hættur að skilja þetta allt saman, kannski af því að ég er löngu hættur að nenna að fylgjast með þessu en líka að hluta til af því að þetta er svo hrútleiðinlegt fjölmiðlaefni. Langir og leiðinlegir textar, sem enginn nennir að lesa og langlokur í flestöllum fjölmiðlum sem taka pláss frá öðrum og skemmtilegri fréttum, eins og t.d. fréttunum af feita kettinum sem okkur voru fluttar um daginn. Hvað hefur orðið um allar fréttirnar af pólitísku ráðbruggi, launmorðum og vopnasölu, sem gerast á hverjum degi út um allan heim? Er kannski ekkert að gerast annarsstaðar í veröldinni, eða á okkar ylhýra, sem vert er að tala um og skrifa?
Allt hófst þetta fár, að því er virðist, með því að einhver maður í útlöndum viðurkenndi að hafa brotið lög, með því að gefa út staðhæfulitla reikninga. Honum var ekki refsað þó hann sé sá eini sem hefur viðurkennt refsivert athæfi í öllum þessum málatilbúnaði. Nei ráðist var gegn stórveldinu í Baugi sem, satt best að segja, hefur staðið einna bestan vörð um hagsmuni heimilanna í landinu með tilraunum til lækkunar á matvælaverði í gegnum tíðina. Þeir gætu að vísu gert miklu betur, Baugsmenn, í lækkun matvælaverðs ef þeir hættu að gefa alla þessa peninga frá sér sem þeir hafa verið að græða á tá og fingri, m.a. úr buddunni minni, og létu sér nægja að keyra um á einhverjum ódýrari bílum en lúxusjeppum, en ég er svo sem ekkert að agnúast út af þessu neitt sérstaklega því þetta kemur mér bara alls ekkert við enda á ég ekkert í Baugi og skulda Baugi ekki neitt. Ég er bara ÉG GROUP.....
Það vakti svo sem líka athygli mína fyrir stuttu, mitt í öllu þessu havaríi að trúbadorinn síungi – sem fyrir löngu er hættur að vera málsvari “litla mannsins” og er farinn að leika í stórveldaauglýsingum til að fá meiri peninga – fékk einhverjar fjörtíu millur frá Baugi um daginn og á sama tíma einhverjir aðrir minna þekktir tónlistarmenn eitthvað minna. Baugur mætti alveg gefa mér eitthvað af þessum gróða sínum – þó svo að ég sé nú enginn tónlistarmaður. Nei annars ég hef það bara fínt takk fyrir, þrátt fyrir Baugsmálið sem lifir enn góðu lífi þó fáir nenni að velta sér upp úr því. Má ég þá frekar biðja um 18 milljón króna auglýsingu frá Orkuveitunni..........”
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home