þriðjudagur, maí 23, 2006

Ó mig auman..........

Nú er þessari hundleiðinlegu Eurovision söngvakeppni lokið og Finland, af öllum löndum, búið að vinna....... Ég held að það hafi endanlega sannast í þessari keppni að þetta er viðundrasýning, sem á ekkert skylt við keppni, hvorki í söng, laga- eða ljóðasmíðum eða tónlistarflutning. Sjáið bara textann sem Silvía Nótt flutti í þessari skrípakeppni. Hvað á þessi texti að flytja fólki? Hvert er innihald textans? Hvað á hann skylt við Ísland eða Íslendinga? Hvað segir hann um Ísland eða Íslendinga? Æi ég nenni ekki að baula um þetta meira. Ætla bara að segja ykkur að ég kaus Silvíu Nótt á sínum tíma í undankeppninni hérna heima, til þess eins að leggja mitt lóð á vogarskálarnar til að sýna fram á fáránleika þessarar Eurovision söngvakeppni. Mér tókst ætlunarverk mitt..........

Lítið búið að vera í gangi síðan mér tókst að koma inn bloggi síðast. Jú ég fór í útvarpsviðtal í morgunþátt Kiss FM, hjá Útvarpsstjörnu Íslands s.l. miðvikudag. Þurfti að vera kominn í hljóðverið fyrir kl. 07:30, sem í sjálfu sér er afrek hjá manni, sem ekki trúir á líf fyrir hádegi.
Alltaf gaman að ota sínum tota og láta ljós sitt skína.
Ætli ég gæti orðið útvarpsstjarna??
Það er ábyggilega heljarmikil vinna að setja saman útvarpsþátt og ég tala nú ekki um ef hann er einir þrír klukkutímar og á að flytja fólki einhvern fróðleik og skemmtan, sem það hefur áhuga á að heyra. Það er ekkert mál að senda frá sér sorp í líkingu við Splash TV, sem fallna fyrirsætan og fyrrverandi Hr. Ísland hefur verið að gubba yfir fólk á sjónvarpsstöðinni Sirkus. Það er hinsvegar mikið mál að setja saman eitthvað sem fólk hefur áhuga á og vill horfa eða hlusta á. Ræddi aðeins um The da Vinci Code sem byrjað er að sýna í kvikmyndahúsum um allan heim.
Ég fékk líka að velja óskalag, nokkuð sem ég hef aldrei gert eða fengið að gera áður!!!! Einu sinni er nú allt fyrst í veröldinni..........

Ég fór, ásamt stórfjölskyldunni, og kláraði helminginn af þakinu á sumarhúsinu okkar um síðustu helgi. Einnig sáðum við nokkrum grasfræum í flöt, aftan við bústaðinn, sem við grjóthreinsuðum áður og sléttum úr. Mjög gaman, bæði að smíða og eins að gróðursetja eitthvað, þó það hafi nú ekki verið merkilegra en grasfræ. Ég er þó allavega að græða upp landið.......... Ísland er landið..........

Vaknaði í nokkra daga, eftir smíðavinnuna, að drepast í skrokknum – einhverskonar vinnuharðsperrur, eitthvað sem skrifstofukarlar þjást af þegar þeir fara að taka á, líkamlega sjáið til.......... Ó mig auman..........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home