Hvað kemur mér þetta við??........
Þessi pistill var fluttur í morgunþætti Kiss FM 89,5 fimmtudaginn 20 júlí 2006.
Ég verð nú eiginlega að byrja á því að biðja ykkur afsökunar á raddleysi mínu, sem stafar af einhverri sýkingu í hálsi mínum sem er þó ekki nógu merkilegt til að rata á síður Fréttablaðsins........
Ég hef verið undanfarið að fylgjast með ástandinu fyrir botni Miðjararhafs í aldagamalli deilu Ísraels- og Palestínumanna. Þar er, enn eina ferðina, allt að sjóða upp úr og það þrátt fyrir að þarna hafi verið starfandi friðargæsla á vegum Sameinuðu Þjóðanna áratugum saman, eða allt frá árinu 1958 í Líbanon.
Allt hófst þetta í raun – þó sagan sé að sjálfsögðu miklu miklu lengri – með formlegri stofnun Ísraelsríkis árið 1947 sem í raun var stofnað með samþykkt allsherjarþings Sameinuðu Þjóðanna nr. 181 þar sem landsvæðinu var skipt upp á milli gyðinga og araba í hlutföllunum 55 á mót 45 prósentum. Jerúsalem átti að verða undir alþjóðlegri stjórn Sameinuðu Þjóðanna. Það má segja að síðan þá hafi allt logað í ófriði á þessu svæði, með afar litlum hléum og nú erum við að sjá enn einn slíkan ófriðinn, sem var þó nokkuð fyrirsjáanlegur í kjölfar þess að Hezbollah hreyfingin náði auknum styrk á Líbanska þinginu og Hamas hreyfingin á því Palestínska. Báðar þessar hreyfingar eru yfirlýstar, sem hryðjuverkasamtök, af t.d. Bretlandi, Bandaríkjunum, Ísrael og Kanada og Ástralía og Evrópusambandið hafa einnig yfirlýst Hamas hreyfinguna sem hryðjuverkasamtök.
Allt er þetta komið í mikinn hnút, sem afar erfitt er að leysa og enn eitt dæmið um máttleysi alþjóðasamfélagsins til að leysa deilur sem þessa.
Dæmi um máttleysi alþjóðasamfélagsins, til að leysa svona deilur er hægt að skoða allt frá suður Evrópu og Balkanskaganum til Asíu, til Afríku, til suður- og mið Ameríku til Karabíska hafsins og svona mætti lengi telja.
Kannski mætti líka skoða þetta allt saman í því samhengi hvar stórveldi hvers tíma eiga hagsmuna að gæta t.d. varðandi olíu, jarðmálma og aðrar náttúruauðlindir en það eru að sjálfsögðu aldrei fluttar fréttir af þvíumlíku.
Kannski verður innan skamms komið á stríði á litla Íslandi til að ná yfirráðum yfir raforkunni okkar, sem framleidd verður úr öllum þeim miðlunarlónum sem verið er að byggja upp um fjöll og firnindi. Hver veit? Það ætti allavega að vera auðvelt nú þegar enginn verður herinn frá Guðs Eigin Landi til að vernda okkur fyrir vondu köllunum.
Nei það er gott að búa á jafn friðsælum stað og Íslandi og heyra bara af því óminn að eitthvað vont sé að gerast úti í hinum stóra og ljóta heimi og sjá svo kannski annaðslagið umfjöllun um það þegar eitthvert Group Groupið þarf að senda einhverjar þotur til átakasvæði til að pikka þar upp einhverja flækings tæknimenn sem óvart urðu innlyksa í miðjum stríðsátökum. Þá er gott að vita til þess að Utanríkisráðuneytið standi vaktina og sendi sitt fólk á staðinn eins og riddara á hvítum hestum til að bjarga málunum. Ég vona bara að kostnaðurinn við þetta verði ekki rifinn úr vasa mínum og tekinn af mínum vesalingsskattpeningum því þeim er að sjálfsögðu mun betur varið í það að borga bætur til einhverra yfirlækna sem einhver gæða- og mannauðsstjórnunin á einhverri sjúkrastofuninni hefur klúðrað málunum hjá. Þessir menn allir ættu að leita sér fyrirmynda hjá fólki, sem kanna að spara og fara með fé. Fólki sem alltaf er í fréttum og eyddi á sínum tíma ekki nema um tuttugu þúsund krónum á mánuði eða svo í að halda upp fimm manna fjölskyldu í mat og drykk heilan mánuð.
Það er nefnilega ekki bara úti í hinum stóra heimi þar sem undur og stórmerki gerast. Það er líka ýmislegt stórmerkilegt – sem ratar á forsíður fréttablaðanna hér heima – að gerast á Landinu Bláa. Þannig sagði t.d. Fréttablaðið frá því í gær miðvikudag, með skoti á forsíðu og hér um bil hálfsíðu grein á blaðsíðu 34 að Bryndís Schram hefði haft nóg að gera undanfarið við að að passa Sesar, sem er Chihuahua hundur dóttur dóttur hennar. Á sömu blaðsíðu er líka sagt frá því að Sigurjón Sighvatsson hafi keypt sér Barbie dúkku í peysufötum í gegnum E-bay. Hvað kemur mér þetta við? Eru þetta kannski mjúkar jákvæðar fréttir af fólki??
Ég bara spyr, hvað er eiginlega í gangi hérna??
Er virkilega ekkert meira markvert að gerast í veröldinni??..............
Ég hef verið undanfarið að fylgjast með ástandinu fyrir botni Miðjararhafs í aldagamalli deilu Ísraels- og Palestínumanna. Þar er, enn eina ferðina, allt að sjóða upp úr og það þrátt fyrir að þarna hafi verið starfandi friðargæsla á vegum Sameinuðu Þjóðanna áratugum saman, eða allt frá árinu 1958 í Líbanon.
Allt hófst þetta í raun – þó sagan sé að sjálfsögðu miklu miklu lengri – með formlegri stofnun Ísraelsríkis árið 1947 sem í raun var stofnað með samþykkt allsherjarþings Sameinuðu Þjóðanna nr. 181 þar sem landsvæðinu var skipt upp á milli gyðinga og araba í hlutföllunum 55 á mót 45 prósentum. Jerúsalem átti að verða undir alþjóðlegri stjórn Sameinuðu Þjóðanna. Það má segja að síðan þá hafi allt logað í ófriði á þessu svæði, með afar litlum hléum og nú erum við að sjá enn einn slíkan ófriðinn, sem var þó nokkuð fyrirsjáanlegur í kjölfar þess að Hezbollah hreyfingin náði auknum styrk á Líbanska þinginu og Hamas hreyfingin á því Palestínska. Báðar þessar hreyfingar eru yfirlýstar, sem hryðjuverkasamtök, af t.d. Bretlandi, Bandaríkjunum, Ísrael og Kanada og Ástralía og Evrópusambandið hafa einnig yfirlýst Hamas hreyfinguna sem hryðjuverkasamtök.
Allt er þetta komið í mikinn hnút, sem afar erfitt er að leysa og enn eitt dæmið um máttleysi alþjóðasamfélagsins til að leysa deilur sem þessa.
Dæmi um máttleysi alþjóðasamfélagsins, til að leysa svona deilur er hægt að skoða allt frá suður Evrópu og Balkanskaganum til Asíu, til Afríku, til suður- og mið Ameríku til Karabíska hafsins og svona mætti lengi telja.
Kannski mætti líka skoða þetta allt saman í því samhengi hvar stórveldi hvers tíma eiga hagsmuna að gæta t.d. varðandi olíu, jarðmálma og aðrar náttúruauðlindir en það eru að sjálfsögðu aldrei fluttar fréttir af þvíumlíku.
Kannski verður innan skamms komið á stríði á litla Íslandi til að ná yfirráðum yfir raforkunni okkar, sem framleidd verður úr öllum þeim miðlunarlónum sem verið er að byggja upp um fjöll og firnindi. Hver veit? Það ætti allavega að vera auðvelt nú þegar enginn verður herinn frá Guðs Eigin Landi til að vernda okkur fyrir vondu köllunum.
Nei það er gott að búa á jafn friðsælum stað og Íslandi og heyra bara af því óminn að eitthvað vont sé að gerast úti í hinum stóra og ljóta heimi og sjá svo kannski annaðslagið umfjöllun um það þegar eitthvert Group Groupið þarf að senda einhverjar þotur til átakasvæði til að pikka þar upp einhverja flækings tæknimenn sem óvart urðu innlyksa í miðjum stríðsátökum. Þá er gott að vita til þess að Utanríkisráðuneytið standi vaktina og sendi sitt fólk á staðinn eins og riddara á hvítum hestum til að bjarga málunum. Ég vona bara að kostnaðurinn við þetta verði ekki rifinn úr vasa mínum og tekinn af mínum vesalingsskattpeningum því þeim er að sjálfsögðu mun betur varið í það að borga bætur til einhverra yfirlækna sem einhver gæða- og mannauðsstjórnunin á einhverri sjúkrastofuninni hefur klúðrað málunum hjá. Þessir menn allir ættu að leita sér fyrirmynda hjá fólki, sem kanna að spara og fara með fé. Fólki sem alltaf er í fréttum og eyddi á sínum tíma ekki nema um tuttugu þúsund krónum á mánuði eða svo í að halda upp fimm manna fjölskyldu í mat og drykk heilan mánuð.
Það er nefnilega ekki bara úti í hinum stóra heimi þar sem undur og stórmerki gerast. Það er líka ýmislegt stórmerkilegt – sem ratar á forsíður fréttablaðanna hér heima – að gerast á Landinu Bláa. Þannig sagði t.d. Fréttablaðið frá því í gær miðvikudag, með skoti á forsíðu og hér um bil hálfsíðu grein á blaðsíðu 34 að Bryndís Schram hefði haft nóg að gera undanfarið við að að passa Sesar, sem er Chihuahua hundur dóttur dóttur hennar. Á sömu blaðsíðu er líka sagt frá því að Sigurjón Sighvatsson hafi keypt sér Barbie dúkku í peysufötum í gegnum E-bay. Hvað kemur mér þetta við? Eru þetta kannski mjúkar jákvæðar fréttir af fólki??
Ég bara spyr, hvað er eiginlega í gangi hérna??
Er virkilega ekkert meira markvert að gerast í veröldinni??..............
Hægt er að lesa meira á:
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home