Skattpíning..........
Þessi pistill var fluttur í morgunþætti Kiss FM 89,5 fimmtudaginn 27 júlí 2006.
Þvílík kvöl og pína!! Ég er skattpíndur frá toppi til táar á Íslandi.
Ég las það í einhverju blaði um daginn að einhver Emír einvhersstaðar í landi svipuðu að stærð og íbúafjölda og Ísland ætlaði að gefa hverjum og einum þegna sinna einhverja þúsundkalla af því að ríkissjóður landsins stæði svo vel. Í greininni kom einnig fram að um 92% allra þegna landsins eru ríkisstarfsmenn. Ofan á þetta allt saman kom líka fram að enginn – ég segi og skrifa ENGINN – tekjuskattur er innheimtur í landi Emírsins!!!
Svo segja menn að gott sé að búa á Íslandi!!!!
Ég þarf, sem almennur launþegi, að borga tæp 38% af öllum mínum tekjum beint til ríkissjóðs og það áður en ég fæ þær í hendur. Svo þyrfti ég, ef ég væri svo stálheppinn að hafa tæpar fjórar komma tvær milljónir í árslaun að borga tvö prósent að auki til emírsins á Íslandi.
Svo þarf ég, þegar ég er búinn að fá lúsarlaunin mín í hendur og ætla nú að kaupa mér eitthvað góðgæti í matinn að borga einhver 14% eða meira af öllum þeim vörum sem ég nota ofan í og utan á mig og mína.
Nú til að komast til að kaupa í matinn o.fl. þarf ég, vesalingurinn, að eiga farartæki. Ég þarf að sjálfsögðu að borga rúm 24% í virðisaukaskatt af farartækinu mínu, beint til emírsins á Íslandi og það kemur að sjálfsögðu ofan á innflutningstollana, aðflutningsgjöldin og hvað þetta nú heitir allt saman, sem þarf að vera búið að borga af farartækinu mínu áður en ég get keypt það og farið að keyra á því. Nú er nú reyndar svo komið að launþegagrey eins og ég get varla keypt mér mikið af eldsneyti á faratækið mitt því bensínlítrinn er kominn í rúmar 130 krónur íslenskar þegar búið er að leggja á hann aðflutningsjöld, vegagjald, jöfnunargjald, virðisaukaskatt og hvað þetta fínerí heitir nú allt saman.
Svo aulaðist ég til að eignast börn, svo að emírinn á Íslandi fengi meira í gullkistuna sína og ég gæti, GLAÐUR, greitt honum meira af öllum afgangstekjunum mínum, eftir að ég er búinn að borga tekjuskatt og útsvar, virðisaukaskatt af matnum ofan í mig og virðisaukaskatt af eldsneytinu sem ég nota á farartækið mitt, sem ég nota til að geta komist í að greiða virðisaukaskattinn af matnum mínum. Emírinn á Íslandi reyndar, af einskærum rausnarskap sínum ákvað að ég skyldi fá, upp að 18 ára aldri barna minna, barnabætur, sem að sjálfsögðu fara lækkandi þegar útgjöldin fara hækkandi.
Ég uni svo sem glaður við mitt og borga bara meiri skatta því ég veit að sköttunum mínum er vel varið í allskyns þarfa hluti eins og t.d. að borga listamannalaun Alþingis til einhverra sérvalinna snillinga sem vantar miklu meiri peninga en mig. Ég veit líka að ég þarf BARA að borga lágmarks þjónustugjöld þegar ég aulast til að veikjast eitthvað smávegis og svo þarf ég líka BARA að greiða hluta af þeim lyfjum sem ég kynni að þurfa að nota þegar ég veikist.
Það er gaman að greiða skatta þegar maður veit að þeim er vel varið í þarfa hluti.
Ég myndi hinsvegar vera hlynntari því að þurfa ekki að borga nema kannski 10% fjármagnstekjuskatt af milljón, milljónunum mínum í stað þess að borga um 38% skatt af laununum mínum en til þess þyrfti ég að vera GROUP – ÉG GROUP. Það eru hinsvegar bara fáir útvaldir, sem geta orðið GROUP.
Ætli ekki væri hægt að koma upp einfaldara skattakerfi. Kerfi sem færri gætu og vildu svindla á og svíkjast um að greiða í?? Ég er nokkuð viss um – þó seint verði sagt að ég sé mikill talnagúru – að hægt væri að gera núverandi skattaumhverfi MANNVÆNNA og um leið auka velmegun í þjóðfélaginu og þ.a.l. færa hinum almenna launþega þær mestu og bestu kjarabætur sem völ er á, með því að fella niður með öllu tekjuskatt og útsvar og færa skattheimtuna yfir í neyslu þegna emírsins. Þannig mætti t.d. setja á flatan 25% virðisaukaskatt á ALLT sem selt er í landi emírsins og með því, held ég, auka tekjur hans líka. Emírinn gæti þá kannski endurgreitt þegnunum eitthvað af innlegginu þegar vel árar og komið þannig enn betur á móts við þarfir sinna þegna.
Emírinn var búinn að ákveða að lækka skattana mína en hætti svo við því að ef hann gerði það færi allt á hvolf í efnahagsmálunum.
Ég efast nú reyndar um að nokkuð verði af því að tekjuskattur, né annar skattur, sem lagður hefur verið á hér á landi, verði nokkurn tíma aflagður því hvað hefði það annað í för með sér en að þegnar emírsins yrðu ánægðir og það má að sjálfsögðu ekki gerast. Þeir gætu þá kannski farið að hugsa um eitthvert fánýti og vitleysu eins og að fara að mótmæla einhverju.
Nei er það nokkuð skrýtið að fréttir berist af því að skattayfirvöld hafi af því áhyggjur að sífellt fleiri Íslendingar leiti í skattaparadísir í útlöndum. Mér finnst það ekki og þessar fréttir koma reyndar seinna, miklu seinna, en ég átti von á. Því er nefnilega þannig farið að þeir sem nóg eiga af peningunum vilja meiri peninga. Þeir eiga líka miklu auðveldara með það að koma þeim undan skattheimtumönnum með því m.a. að flytja sig á milli landa. Þetta sá Hrói Höttur á sínum tíma þegar hann hljóp um skóga Nottinghamskíris og tók peninga frá skattheimtumönnum konungs og færði þá aftur til þeirra sem þurftu þeirra með.
Er gott að búa á ÍslandI?? Ekki finnst þeim það sem nóg eiga af peningum. Allavega ekki ef dæma má af ummælum skattayfirvalda í landi emírsins í norðri.
Svo segja menn að gott sé að búa á Íslandi!!!!
Ég þarf, sem almennur launþegi, að borga tæp 38% af öllum mínum tekjum beint til ríkissjóðs og það áður en ég fæ þær í hendur. Svo þyrfti ég, ef ég væri svo stálheppinn að hafa tæpar fjórar komma tvær milljónir í árslaun að borga tvö prósent að auki til emírsins á Íslandi.
Svo þarf ég, þegar ég er búinn að fá lúsarlaunin mín í hendur og ætla nú að kaupa mér eitthvað góðgæti í matinn að borga einhver 14% eða meira af öllum þeim vörum sem ég nota ofan í og utan á mig og mína.
Nú til að komast til að kaupa í matinn o.fl. þarf ég, vesalingurinn, að eiga farartæki. Ég þarf að sjálfsögðu að borga rúm 24% í virðisaukaskatt af farartækinu mínu, beint til emírsins á Íslandi og það kemur að sjálfsögðu ofan á innflutningstollana, aðflutningsgjöldin og hvað þetta nú heitir allt saman, sem þarf að vera búið að borga af farartækinu mínu áður en ég get keypt það og farið að keyra á því. Nú er nú reyndar svo komið að launþegagrey eins og ég get varla keypt mér mikið af eldsneyti á faratækið mitt því bensínlítrinn er kominn í rúmar 130 krónur íslenskar þegar búið er að leggja á hann aðflutningsjöld, vegagjald, jöfnunargjald, virðisaukaskatt og hvað þetta fínerí heitir nú allt saman.
Svo aulaðist ég til að eignast börn, svo að emírinn á Íslandi fengi meira í gullkistuna sína og ég gæti, GLAÐUR, greitt honum meira af öllum afgangstekjunum mínum, eftir að ég er búinn að borga tekjuskatt og útsvar, virðisaukaskatt af matnum ofan í mig og virðisaukaskatt af eldsneytinu sem ég nota á farartækið mitt, sem ég nota til að geta komist í að greiða virðisaukaskattinn af matnum mínum. Emírinn á Íslandi reyndar, af einskærum rausnarskap sínum ákvað að ég skyldi fá, upp að 18 ára aldri barna minna, barnabætur, sem að sjálfsögðu fara lækkandi þegar útgjöldin fara hækkandi.
Ég uni svo sem glaður við mitt og borga bara meiri skatta því ég veit að sköttunum mínum er vel varið í allskyns þarfa hluti eins og t.d. að borga listamannalaun Alþingis til einhverra sérvalinna snillinga sem vantar miklu meiri peninga en mig. Ég veit líka að ég þarf BARA að borga lágmarks þjónustugjöld þegar ég aulast til að veikjast eitthvað smávegis og svo þarf ég líka BARA að greiða hluta af þeim lyfjum sem ég kynni að þurfa að nota þegar ég veikist.
Það er gaman að greiða skatta þegar maður veit að þeim er vel varið í þarfa hluti.
Ég myndi hinsvegar vera hlynntari því að þurfa ekki að borga nema kannski 10% fjármagnstekjuskatt af milljón, milljónunum mínum í stað þess að borga um 38% skatt af laununum mínum en til þess þyrfti ég að vera GROUP – ÉG GROUP. Það eru hinsvegar bara fáir útvaldir, sem geta orðið GROUP.
Ætli ekki væri hægt að koma upp einfaldara skattakerfi. Kerfi sem færri gætu og vildu svindla á og svíkjast um að greiða í?? Ég er nokkuð viss um – þó seint verði sagt að ég sé mikill talnagúru – að hægt væri að gera núverandi skattaumhverfi MANNVÆNNA og um leið auka velmegun í þjóðfélaginu og þ.a.l. færa hinum almenna launþega þær mestu og bestu kjarabætur sem völ er á, með því að fella niður með öllu tekjuskatt og útsvar og færa skattheimtuna yfir í neyslu þegna emírsins. Þannig mætti t.d. setja á flatan 25% virðisaukaskatt á ALLT sem selt er í landi emírsins og með því, held ég, auka tekjur hans líka. Emírinn gæti þá kannski endurgreitt þegnunum eitthvað af innlegginu þegar vel árar og komið þannig enn betur á móts við þarfir sinna þegna.
Emírinn var búinn að ákveða að lækka skattana mína en hætti svo við því að ef hann gerði það færi allt á hvolf í efnahagsmálunum.
Ég efast nú reyndar um að nokkuð verði af því að tekjuskattur, né annar skattur, sem lagður hefur verið á hér á landi, verði nokkurn tíma aflagður því hvað hefði það annað í för með sér en að þegnar emírsins yrðu ánægðir og það má að sjálfsögðu ekki gerast. Þeir gætu þá kannski farið að hugsa um eitthvert fánýti og vitleysu eins og að fara að mótmæla einhverju.
Nei er það nokkuð skrýtið að fréttir berist af því að skattayfirvöld hafi af því áhyggjur að sífellt fleiri Íslendingar leiti í skattaparadísir í útlöndum. Mér finnst það ekki og þessar fréttir koma reyndar seinna, miklu seinna, en ég átti von á. Því er nefnilega þannig farið að þeir sem nóg eiga af peningunum vilja meiri peninga. Þeir eiga líka miklu auðveldara með það að koma þeim undan skattheimtumönnum með því m.a. að flytja sig á milli landa. Þetta sá Hrói Höttur á sínum tíma þegar hann hljóp um skóga Nottinghamskíris og tók peninga frá skattheimtumönnum konungs og færði þá aftur til þeirra sem þurftu þeirra með.
Er gott að búa á ÍslandI?? Ekki finnst þeim það sem nóg eiga af peningum. Allavega ekki ef dæma má af ummælum skattayfirvalda í landi emírsins í norðri.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home