föstudagur, júlí 21, 2006

Framsókn til afturfarar..........

Ég var að lesa Morgunblaðið í gær (21 júní) og rakst þar á afar athyglisverða, innsenda, grein eftir Önund Ásgeirsson, fyrrverandi forstjóra Olíufélagsins.
Önundur fjallar um Framsóknarflokkinn í grein sinni og fer heldur myrkum orðum um þann stjórnmálaflokk. Nokkuð sem kemur mér ekki mikið á óvart en afar sjaldgæft er að lesa svo opinskáar og beinskeittar greinar í dagblöðum.
Grípum aðeins niður í grein Önundar: "Framsóknarflokkurinn er mesti sérhagsmunaflokkur landsins og hefir á þessum tíma lagt undir sig alla afurðasölu landbúnaðarins og öll mjólkurbú og samsölur landsins sem hófst með því að Korpúlfsstaðir voru gerðir óstarfhæfir með samþykkt mjólkurlaganna frá Alþingi sem lögðu allan markaðinn í Reykjavík undir stjórn Mjólkursamsölunnar. Síðan var ráðist gegn gamla Íslandsbanka, sem var yfirtekinn með lögum frá Alþingi 1930 (sjá lagasafn 1945 bls. 223/5)........ Forsætisráðherra sagði af sér vegna úrslita sveitarstjórnakosninganna. Hann er eini framsóknarmaðurinn með fullu viti í flokknum! Hvar eru hinir níu?"
Þessi sérhagsmunapólitík, sem lýst er hér að ofan, og það sem ég fjallaði um hér á þessari síðu þann 20 júní s.l. undir fyrirsögninni "Spekingar Spjalla" lýsir afar vel, að mínu mati, Framsóknarflokknum.
Nei ég segi NEI við Framsóknarflokknum..........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home