Loforð..........
Þessi pistill var fluttur í morgunþætti Kiss FM 89,5 fimmtudaginn 24 ágúst 2006.
Æ þetta er svo vont! Það er svo vont að lesa um að menn sjái að þeir hafi verið á villigötum. Það er hinsvegar jafn gott að lesa að hinir sömu menn hafi séð að sér og eru menn til að viðurkenna villur síns vegar. Bara að þeir væru nú í aðstöðu til að gera eitthvað í málunum og leiðrétta villurnar.
Þannig las ég í Fréttablaðinu um daginn um langlokuræðu fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. Þar viðurkenndi formaðurinn fyrrverandi – sem að því er virðist ný stjórnmálastefna, svokallaður Halldórismi er kennd við – að ekki hafi tekist sem skyldi í baráttunni við hinn slæga og illviðráðanlega fíkniefnadjöful. Þar með var formaðurinn, fyrrverandi, að viðurkenna að eitt af stefnumálum þessa annars undarlega stjórnmálaflokks hafi ekki gengið eftir. Þannig var nefnilega mál með vexti að flokkurinn hafði lofað, fyrir einhverjar kosningarnar, að leggja milljarð – já ég segi og skrifa eitt þúsund milljónir – í baráttuna gegn þessum vágesti en nú viðurkenndi formaðurinn að ekki hafi gengið sem skyldi í baráttunni. Hann sagði margar orrustur hafi tapast í þessu stríði, sem ekki hafi gengið sem skyldi. Þá lagði hann áherslu á að efla þyrfti löggæsluna í landinu og gefa henni auknar heimildir í þessari baráttu. Þetta er bara eitt af skipbrotum Framsóknarflokksins og stefnu hans. Þetta er hinsvegar eitthvað það alvarlegasta skipbrot sem hægt er að bíða því það er í raun ekki aftursnúið þegar komið er út í þvílíkar ógöngur og við Íslendingar erum komin í í þessari baráttu og undanlátssemi gagnvart sölumönnum dauðans. Sölumönnum, sem byrla börnum okkar eitur daglangt og flytja inn meira og meira eitur, til að byrla börnunum okkar, af því að við erum svo góð – ég ætti reyndar að segja svo vitlaus – að opna allar okkar dyr upp á gátt fyrir þessa aumingja.
Þannig berast af því fréttir, nánast í hverjum mánuði, að fíkniefni hafi fundist í kílóavís hér og hvar um landið. Þannig bárust t.d. af því fréttir að einhverjir vitleysingar hafi verið teknir með einhver hundruð grömm af amfetamíni og öðrum fíkniefnum í Kópavogi fyrir stuttu og fengið að fara til síns heima að morgni næsta dags. Þannig berast fréttir af einhverjum erlendum vitleysingum flytjandi inn hráefni til framleiðslu fíkniefna hér á landi. Vitleysingar sem komast upp með það að ljúga að dómstólum þessa lands þegar mál þeirra loks rata þangað. Fréttir berast líka af vitleysingum, sem flytja inn E-töflur og ætla svo að fara í mál við íslenska ríkið af því að þeir voru handteknir með draslið og dæmdir og töldu sig ekki fá sanngjarna meðferð.
Þannig las ég í Fréttablaðinu um daginn um langlokuræðu fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. Þar viðurkenndi formaðurinn fyrrverandi – sem að því er virðist ný stjórnmálastefna, svokallaður Halldórismi er kennd við – að ekki hafi tekist sem skyldi í baráttunni við hinn slæga og illviðráðanlega fíkniefnadjöful. Þar með var formaðurinn, fyrrverandi, að viðurkenna að eitt af stefnumálum þessa annars undarlega stjórnmálaflokks hafi ekki gengið eftir. Þannig var nefnilega mál með vexti að flokkurinn hafði lofað, fyrir einhverjar kosningarnar, að leggja milljarð – já ég segi og skrifa eitt þúsund milljónir – í baráttuna gegn þessum vágesti en nú viðurkenndi formaðurinn að ekki hafi gengið sem skyldi í baráttunni. Hann sagði margar orrustur hafi tapast í þessu stríði, sem ekki hafi gengið sem skyldi. Þá lagði hann áherslu á að efla þyrfti löggæsluna í landinu og gefa henni auknar heimildir í þessari baráttu. Þetta er bara eitt af skipbrotum Framsóknarflokksins og stefnu hans. Þetta er hinsvegar eitthvað það alvarlegasta skipbrot sem hægt er að bíða því það er í raun ekki aftursnúið þegar komið er út í þvílíkar ógöngur og við Íslendingar erum komin í í þessari baráttu og undanlátssemi gagnvart sölumönnum dauðans. Sölumönnum, sem byrla börnum okkar eitur daglangt og flytja inn meira og meira eitur, til að byrla börnunum okkar, af því að við erum svo góð – ég ætti reyndar að segja svo vitlaus – að opna allar okkar dyr upp á gátt fyrir þessa aumingja.
Þannig berast af því fréttir, nánast í hverjum mánuði, að fíkniefni hafi fundist í kílóavís hér og hvar um landið. Þannig bárust t.d. af því fréttir að einhverjir vitleysingar hafi verið teknir með einhver hundruð grömm af amfetamíni og öðrum fíkniefnum í Kópavogi fyrir stuttu og fengið að fara til síns heima að morgni næsta dags. Þannig berast fréttir af einhverjum erlendum vitleysingum flytjandi inn hráefni til framleiðslu fíkniefna hér á landi. Vitleysingar sem komast upp með það að ljúga að dómstólum þessa lands þegar mál þeirra loks rata þangað. Fréttir berast líka af vitleysingum, sem flytja inn E-töflur og ætla svo að fara í mál við íslenska ríkið af því að þeir voru handteknir með draslið og dæmdir og töldu sig ekki fá sanngjarna meðferð.
Hvar var sanngirni þeirra þegar þeir ákváðu að byrla börnum okkar eitur?
Fréttir sem þessar voru næsta fáheyrðar fyrir einum sex árum og þar fyrr. Þá bárust af því fréttir að einhver sölumaður dauðans hafi verið gripinn með tíu grömm eða svo af amfetamíni og að sá hinn sami hafi verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins.
Hvað hefur breyst? Jú það hefur breyst að við erum farin að taka linar og linar á þessum aumingjum sem daginn út og daginn inn byrla börnum okkar eitur. Við erum farin að sætta okkur við orðinn hlut og viðurkenna fyrir sjálfum okkur, líkt og formaðurinn fyrrverandi, að við höfum ekki gengið til góðs götuna fram um veg.
Við erum farin að viðurkenna að við höfum, líkt og stjórnvöld þessa lands, skellt skollaeyrum við þeim aðvörunarbjöllum sem hafa klingt hjá forvarnar-, löggæslu og meðferaðaraðilum, sem einna mest vit ættu að hafa á þessum málaflokki. Við erum farin að viðurkenna að við skelltum skollaeyrum við röddum samtaka evrópuborga gegn fíkniefnum. Við erum að gefast upp!!!
Kannski við ættum bara að gera – öll – eins og formaðurinn fyrrverandi og segja bara af okkur af því að vandamálið er orðið svo stórt að við ráðum ekki við það. Formaðurinn fyrrverandi axlaði þó þá ábyrgð, sem fylgdi formannsstólnum, og sagði af sér formennsku og ráðherradómi af því að hann – held ég – áleit að fylgistap flokksins t.d. í sveitarstjórnarkosningum væri að hluta til hans vandamál.
Jú formaðurinn fyrrverandi er maður að meiri fyrir að viðurkenna að hann og flokkurinn hans hafi vaðið í villu og svíma í fíkniefnamálaflokknum en það nær bara, því miður, svo langt sem það nær. Það að segja af sér hefur engan tilgang nema eitthvað sé gert til að lagfæra þau mistök sem gerð hafa verið og þar er Grettistaki að lyfta. Ekki bara í fíkniefnamálaflokknum heldur líka í öðrum og ekki síður veigamiklum málum.
Ég held að afarsælast verði fyrir stjórnmálaskörunga þessa lands að reyna að velja sér ráðgjafa sem hafa kjark, dug og þor til að segja þeim að nýju fötin Keisarans séu í raun og veru ekki föt heldur sé Keisaragreyið haft að háði og spotti meðal almennings fyrir það að ganga nakinn um götur og torg þessa lands. Þá fyrst fer að birta yfir og sjást til sólar. Þá fyrst fer að nást árangur í baráttunni við sölumenn dauðans. Þá fyrst detta þeir út úr skúmaskotum samfélagsins, sem hafa verið að gefa ill ráð og hagnast á öllum óþverranum sjálfir. Þá fyrst verður hægt að taka á ólöglegu verðsamráði og öðrum lögbrotum, sem þegnar þessa lands hafa þurft að láta yfir sig ganga.
Hvað hefur breyst? Jú það hefur breyst að við erum farin að taka linar og linar á þessum aumingjum sem daginn út og daginn inn byrla börnum okkar eitur. Við erum farin að sætta okkur við orðinn hlut og viðurkenna fyrir sjálfum okkur, líkt og formaðurinn fyrrverandi, að við höfum ekki gengið til góðs götuna fram um veg.
Við erum farin að viðurkenna að við höfum, líkt og stjórnvöld þessa lands, skellt skollaeyrum við þeim aðvörunarbjöllum sem hafa klingt hjá forvarnar-, löggæslu og meðferaðaraðilum, sem einna mest vit ættu að hafa á þessum málaflokki. Við erum farin að viðurkenna að við skelltum skollaeyrum við röddum samtaka evrópuborga gegn fíkniefnum. Við erum að gefast upp!!!
Kannski við ættum bara að gera – öll – eins og formaðurinn fyrrverandi og segja bara af okkur af því að vandamálið er orðið svo stórt að við ráðum ekki við það. Formaðurinn fyrrverandi axlaði þó þá ábyrgð, sem fylgdi formannsstólnum, og sagði af sér formennsku og ráðherradómi af því að hann – held ég – áleit að fylgistap flokksins t.d. í sveitarstjórnarkosningum væri að hluta til hans vandamál.
Jú formaðurinn fyrrverandi er maður að meiri fyrir að viðurkenna að hann og flokkurinn hans hafi vaðið í villu og svíma í fíkniefnamálaflokknum en það nær bara, því miður, svo langt sem það nær. Það að segja af sér hefur engan tilgang nema eitthvað sé gert til að lagfæra þau mistök sem gerð hafa verið og þar er Grettistaki að lyfta. Ekki bara í fíkniefnamálaflokknum heldur líka í öðrum og ekki síður veigamiklum málum.
Ég held að afarsælast verði fyrir stjórnmálaskörunga þessa lands að reyna að velja sér ráðgjafa sem hafa kjark, dug og þor til að segja þeim að nýju fötin Keisarans séu í raun og veru ekki föt heldur sé Keisaragreyið haft að háði og spotti meðal almennings fyrir það að ganga nakinn um götur og torg þessa lands. Þá fyrst fer að birta yfir og sjást til sólar. Þá fyrst fer að nást árangur í baráttunni við sölumenn dauðans. Þá fyrst detta þeir út úr skúmaskotum samfélagsins, sem hafa verið að gefa ill ráð og hagnast á öllum óþverranum sjálfir. Þá fyrst verður hægt að taka á ólöglegu verðsamráði og öðrum lögbrotum, sem þegnar þessa lands hafa þurft að láta yfir sig ganga.
Þá fyrst verður Adam áfram í Paradís.
2 Comments:
Loksins loksins náði ég að hlusta á þig, sneri mér í vestur og sagði köllunum að éta drullu.
P.S. ÉG ER AÐ FARA Á ROLLING STONES NA NA NA BÚ BÚ
Þetta eru virkilega góðir pistlar hjá kallinum!
Skrifa ummæli
<< Home