Milljarð..........
..........eittþúsundmilljónir, í lítið sem ekki neitt.
Milljarð í baráttuna gegn fíkniefnum var eitt af kosningaloforðum Framsóknarflokksins, fyrir einhverjar kosningarnar á meðan þeir sátu að kjötkötlunum með Sjálfstæðisflokknum, undanfarin ár.
Af hverju segi ég: Milljarð í lítið sem ekki neitt............jú einfaldlega af því að ég var að lesa - forsíðugrein í Fréttablaðinu í fyrradag (laugardaginn 19 ágúst) - umfjöllun um ræðu Halldórs Ásgrímssonar, fráfarandi formanns Framsóknarflokksins. Þar sagðist hann hljóta að viðurkenna að stjórnvöldum hefði ekki tekist nægilega vel upp í baráttunni gegn fíkniefnavágestinum og að herða þyrfti tökin með því að efla löggæsluna og gefa henni auknar heimildir í baráttunni. Þess vegna segi ég: Milljarð í lítið sem ekki neitt því Framsóknarflokkurinn hafði lofað því að setja milljarð í baráttuna gegn fíkniefnum og innflutningi þeirra en nú viðurkennir formaðurinn fyrrverandi (alltaf auðvelt að viðurkenna mistök þegar maður er að hverfa af sjónarsviðinu) að ekki hafi til tekist sem skyldi. Þannig hafi margar orrusturnar tapast í þessu stríði og ég segi reyndar að stríðið hafi tapast!!! Og af hverju skyldi ég henda fram slíkum sleggjudómum, jú einfaldlega af því að á undanförnum árum hafa orðið alltof miklar tilslakanir þegar kemur að fíkniefnum og innflytjendur og neytendur fíkniefna komast upp með miklu, miklu meira heldur en t.d. þeir gátu leyft sér fyrir u.þ.b. 8 árum. Það er nefnilega þannig með þetta helvíti að um leið og byrjað er að slaka á er stríðið tapað. Þetta hafa margir sérfræðingarnir, innlendir sem erlendir, ítrekað bent á. Þannig hafa t.d. evrópusamtök borga gegn fíkniefnum einnig bent á þessa óumflýjanlegu staðreynd lífsins og skúmaskota þess en stjórnvöld hér á landi hafa ítrekað skellt skollaeyrum við boðskapnum. Þess vegna er nú svo komið að innflutningur og neysla ólöglegra vímuefna er sem aldrei fyrr og umræðan um þau komin á það stig að í raun er ekki hægt annað en hlæja að öllu saman og á sama tíma að prísa sig sælan með að manns nánustu ánetjast ekki þessum sölumönnum dauðans.
Það er dásamlegt afrekið Framsóknarflokksins til að stuðla að fíkniefnalausu Íslandi..........
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home