Mikið..........
..........í fréttum þessa dagana.
Þannig var t.d. í fréttatíma sjónvarpsins í gærkvöldi fjallað um nýgenginn dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Reykjavíkurborgar og Strætó gegn olíufélögunum. Þar féll dómurinn Reykjavíkurborg og Strætó í vil, eins og ég hafði reyndar vonast eftir. Það sýnir, LOKSINS, að það er einhver virkni í samkeppnislögum og vernd neytenda gegn ofríki og neikvæðu verðsamráði risafyrirtækja.
Í sama fréttatíma var einnig frétt um það að möguleg væri ákæra á hendur forstjórum þessara sömu olíufyrirtækja, sem ég, sem neytandi - og neyddur til að nýta mér þjónustu þessara gæpafyrirtækja, eins og Þráinn Bertelsson kallaði þau - get ekki annað en fagnað. Það verður gaman að sjá hvað verður úr þeim málarekstri og hvort að eiginmaður forseta Alþingis Íslendinga sjái sóma sinn í því að hætta að ferðast opinberlega með forsetanum, á kostnað okkar skattgreiðenda, til útlanda en sú framkvæmd er að mínu mati merki um afar lágt siðferðismat og gildi viðkomandi. Forsetinn (þ.e. Alþingis) ætti náttúrulega að segja af sér bæði embætti forseta þingsins, sem og þingsetu ef útkoma málareksturs verður sú að maki viðkomandi verði sekur fundinn um glæpi gegn þjóðinni.
Í Morgunblaðinu, og fleiri blöðum, nú í morgun var einnig fjallað um þennan dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, sem og ákærur, sem verið er að gefa út (eða búið) á hendur þremur olíuverðsamráðsforstjórum. Nú skulum við bíða og sjá hvað setur.
Ég hlakka til.
Ég fjallaði aðeins um þetta, sem og pistil Þráins Bertelssonar, í pistli mínum þann 27. ágúst s.l.: