Auka..........
..........á öryggistilfinningu fólks, auka öryggi og fækka afbrotum í tilgreindum brotaflokkum, allt gert með hagræðingu og betri nýtingu fjármuna??
Ég var að lesa fréttir, í lok vikunnar, um nýstofnað embætti lögreglu höfuðborgarsvæðisins en þar er ofangreint tilgreint.
Það vakti athygli mína í þessu öllu saman að það er ekkert rætt um aukningu á mannafla í lögreglunni þ.a. ég, sem íbúi þessa svæðis, geri þar með ráð fyrir því að það eigi einungis að rétta laganna vörðum, sem nú eru við störf, stærri og sterkari skóflur til að moka flórinn með. Gunnar Jóhann Birgission nefndi einhversstaðar að þetta væri líkt og að fletja út flatbökudeig þ.e. að hnúðar í deiginu, hér og þar, yrðu bara flattir aðeins betur út og færðir til í deiginu.
Ég sá líka skipurit þessa embættis en þar er gert ráð fyrir þremur yfirlögregluþjónum, líkt og var hér í eina tíð þegar Bjarki Elíasson stjórnaði almennri deild lögreglunnar, Óskar Ólason var yfir umferðardeildinni (sem þá taldi ein fimmtán Harley Davidson mótorhjól) og Guðmundur Hermannsson var yfir rannsóknardeild lögreglunnar. Nota bene, þetta var einungis Reykjavík!! Þá sá lögreglan í Reykjavík ekki um löggæslu á svæðinu frá Gróttuvita upp í Hvalfjarðarbotn en síðan hefur MIKIÐ vatn runnið til sjávar. Síðan þetta var hefur fjölgað á almennum vöktum lögreglunnar í Reykjavík úr u.þ.b. þrjátíu (30) lögreglumönnum í u.þ.b. tuttugu (20), umferðardeildin hefur fjölgað úr u.þ.b. átta (8) pr. vakt í fjóra (4), mótorhjólum hefur fjölgað úr fimmtán (15) í fimm (5) og svona mætti lengi telja. Og enn er verið að auka öryggistilfinngu íbúa þessa svæðis.
Þetta eru undarlegar reikningskúnstir..........
Mig undrar að engir blaðamenn hafi skoðað þessi mál virkilega ofan í kjölinn. Það er kannski svo mikið annað að gera hjá þeim..........