þriðjudagur, júní 20, 2006

Spekingar spjalla..........

Ég fylgdist með aðdraganda kosninganna, eins og sjálfsagt flestir Íslendingar. Ég fylgdist líka með kosningunum sjálfum og úrslitunum, eins og sjálfsagt flestir Íslendingar og ég fylgdist með eftirmála kosninganna, eins og sjálfsagt flestir Íslendingar.
Það sem vakti einna helst athygli mína í þessu öllu saman er hversu mikið var um það að allskyns spekingar fengu að láta ljós sitt skína frammi fyrir alþjóð. Þannig var rætt við hvern kverúlantinn á fætur öðrum og frétta- og fjölmiðlamenn hverskonar kepptust um það, hver um annan þveran, að láta ljós sitt skína. Þannig voru t.d. fréttamenn að ræða hverjir við aðra um allt það sem ég taldi hér að ofan þ.e. formála, aðalefni og eftirmála kosninganna. Það hefur reyndar, finnst mér, verið að færast í vöxt að fréttamenn séu að taka viðtöl hverjir við aðra um ýmis málefni, sem eru í umræðunni hverju sinni. Þvílíkt og annað eins. Er ekki til neitt annað fólk, sem hægt er að ræða við, þ.a. fréttamenn þurfi ekki að skapa fréttir með því að tala hverjir við aðra endalaust???
Og hvað kom svo út úr þessu öllu saman jú Framsóknarflokkurinn, sem einna minnst fylgi hefur og hefur haft um ótalmörg undangengin ár er að ota sínum tota. Þannig eru þeir komnir að kjötkötlunum í Reykjavík enn eina ferðina og eins manns flokkurinn kominn með tvo menn inn í hvert ráð og nefndir borgarinnar.
Það sló mig svolítið að heyra Björn Inga Hrafnsson, sem áður hafði fjálglega sagt frá því að Framsóknarflokkurinn myndi trúlega ekki fara í samstarf með Sjálfstæðisflokknum, segja frá því í einhverri “Spekingastundinni” að þeir, þ.e. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn væru búnir að ganga frá valdaskiptingunni þ.e. hver sér um hvaða pott og veiðir upp úr honum bestu bitana en enn væri eftir að ganga frá málefnasamningnum!!!!!!!!!! Hverslags eiginlega kjaftæði er þetta? Snúast kosningar ekki um málefni nú orðið? Snúast þær um það eitt að koma einhverjum misvitrum spekingum að kjötkötlunum þ.a. þeir hrynji nú ekki úr hor blessaðir aumingjarnir? Það virðist í það minnsta vera svo, ef marka má orð Björns Inga, sem reyndar hefur orðið uppvís að því að svíkja eitt stærsta kosningaloforðið sitt þ.e. að fara ekki í samstarf með Sjáfstæðismönnum. Það ofan á unglingadrykkju á kosningaskrifstofu hans og sjáfsagt eitthvað fleira.
Núna er múmían Halldór Ásgrímsson kominn á kreik og búin að ákveða að hætta í stjórnmálum, áratugum of seint!!! Loksins, loksins!!! Það sló mig líka að heyra að þessi vesalings flokkur verið í Ríkisstjórn Íslands í um tuttugu og átta ár, segi og skrifa tuttugu og átta ár!!!!!!!!!!! Höfum við gengið til góðs..........??
Hvað skyldi svo blessaður kallinn hann Halldór ætla að fara að gera nú þegar búið er að kippa einum bankastjóra Seðlabankans úr sínum stól og gera að ráðherra.

Fór að sjá spennumyndina “16 Blocks” með Bruce Willys o.fl. góðum leikurum. Mynd sem fjallar um spillingu innan lögreglunnar í New York borg. Öðruvísi mynd sem kom mér skemmtilega á óvart og endar í nokkurs konar Serpico stíl. Ekki meira um hana hér en Framsóknarflokkurinn mætti taka sér hana til fyrirmyndar, eins og reyndar aðrir stjórnmálaflokkar hér á landi og fara virkilega að einbeita sér að spillingu, bæði innan stjórnkerfisins og utan þess.......... Það gerist sjálfsagt seint..........???